FJMN_forsida1

Hvað er fjölmiðill?

Fjölmiðill er hvers konar miðill sem með reglubundnum hætti miðlar til almennings efni er lýtur ritstjórn. Til fjölmiðla teljast m.a. dagblöð og tímarit, ásamt fylgiritum þeirra, netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar. Fjölmiðlanefnd annast eftirlit með öllum leyfisskyldum og skráningarskyldum fjölmiðlum á Íslandi.

FJMN_forsida2

Sagan

Markmið fjölmiðlalaga er að samræma undir einni löggjöf alla fjölmiðlun óháð því á hvaða formi miðlun fer fram. Því leysir fjölmiðlanefnd af hólmi útvarpsréttarnefnd sem hafði það hlutverk að fylgjast með hljóðvarpi og sjónvarpi frá árinu 1986 til 1. september 2011 þegar fjölmiðlanefnd tók til starfa.

FJMN_forsida3

Auglýsingar

Fjölmiðlanefnd hefur það hlutverk að framfylgja reglum um auglýsingar. Í því felst m.a. að hafa eftirlit með því að auglýsingum og ritstjórnarefni sé ekki blandað saman og framfylgja banni við duldum auglýsingum. Fjölmiðlanefnd ber einnig að framfylgja reglum um kostun, vöruinnsetningu og fjarkaup.

FJMN_forsida5

Fjölmiðlar og lýðræði

Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla. Markmið fjölmiðlalaga er að stuðla að tjáningarfrelsi, rétti til upplýsinga, fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun sem og að efla vernd neytenda á þeim vettvangi. Markmið laganna er jafnframt að koma á samræmdri löggjöf á vettvangi fjölmiðlunar óháð því miðlunarformi sem notað er.

FJMN_forsida4

Efni sem beinist að börnum

Í fjölmiðlalögunum er að finna ákvæði til verndar börnum gegn efni sem getur haft skaðvænleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra, einkum og sér í lagi dagskrárefni sem felur í sér klám eða tilefnislaust ofbeldi, á þeim dagskrártíma sem hætta er á að börn sjái viðkomandi efni. Í lögunum eru einnig ákvæði um takmarkanir á auglýsingum sem beint er að börnum, m.a. bann við auglýsingum í kringum barnatíma.

FJMN_forsida_auka

Hlutverk

Fjölmiðlanefnd tók til starfa 1. september 2011. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Þá annast fjölmiðlanefnd þau hlutverk sem henni eru falin í öðrum lögum.

Fréttir & fróðleikur

Upplýsingar um fjölmiðla

Samkvæmt fjölmiðlalögum ber fjölmiðlanefnd að safna saman og birta með skýrum hætti upplýsingar um alla leyfisskylda og skráða fjölmiðla hér á landi.

Lesa meira

Eyðublöð

Hér má nálgast eyðublöð fjölmiðlanefndar, m.a. umsóknir um leyfi, skráningareyðublöð og eyðublöð vegna kvartana.

Lesa meira

Tilkynningar