Dalla Ólafsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri/lögfræðingur fjölmiðlanefndar

Ráðið hefur verið í starf aðstoðarframkvæmdastjóra/lögfræðings fjölmiðlanefndar. Hefur Dalla Ólafsdóttir lögfræðingur verið ráðin og mun hún hefja störf þann 1. júní næstkomandi. Dalla lauk prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2008. Þá lauk hún B.A prófi í stjórnmálafræði frá sama skóla árið 2002.

Frá árinu 2009 hefur Dalla starfað sem lögfræðingur hjá ASÍ. Hún hefur verið formaður yfirkjörstjórnar Kópavogs frá árinu 2010 og starfaði sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu að loknu lagaprófi og fram á mitt ár 2009.

Alls bárust 35 umsóknir um starfið, en 3 umsækjendur ákváðu að draga umsókn sína til baka.