Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Ingva Hrafn Óskarsson héraðsdómslögmann formann fjölmiðlanefndar í stað Karls Axelssonar. Karl óskaði lausnar frá stöðu sinni eftir að hann var skipaður dómari við Hæstarétt Íslands.

Auk Ingva Hrafns eru í fjölmiðlanefnd Hulda Árnadóttir, héraðsdómslögmaður og varaformaður, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og Arna Schram, forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands. Skipunartímabil nefndarinnar er til 31. ágúst 2019.

Varamenn eru:

– Birgir Tjörvi Pétursson, héraðsdómslögmaður
– Marteinn Másson, hæstaréttarlögmaður
– Kolbrún Sævarsdóttir, héraðsdómari
– Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Siðanefndar BÍ
– Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri