Hatursorðræða er vaxandi vandamál í samfélaginu og birtist meðal annars í athugasemdakerfum fjölmiðla og á samfélagsmiðlum. Af hverju færist hatursorðræða í aukana og að hverjum beinist hún?  Af hverju skiptir máli að berjast gegn hatursorðræðu og hverjar geta verið afleiðingar þess að gera það ekki? Hvað þýðir tjáningarfrelsið – má fólk ekki tjá sig eins og því sýnist í lýðræðissamfélögum? Hver er ábyrgð fjölmiðla vegna ummæla í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum? Þetta og fleira verður rætt á málfundi fjölmiðlanefndar og Mannréttindaskrifstofu Íslands á Fundi fólksins í Norræna húsinu 2. september kl. 15:00.

Þátttakendur:

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir – ritari Sjálfstæðisflokksins

Kolbeinn Tumi Daðason – aðstoðarritstjóri fréttastofu 365 og umsjónarmaður Vísis.

Margrét Steinarsdóttir – framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir – fræðslustýra Samtakanna 78 og formaður Trans-Ísland.

Unnsteinn Manúel Stefánsson –  tónlistar- og fjölmiðlamaður.

Fundarstjóri: Arna Schram – nefndarmaður í fjölmiðlanefnd og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands.