Mikilvægt er að ræða opinskátt um skaðsemi hatursorðræðu og að hún geti leitt til voðaverka. Opin og upplýst umræða er versti óvinur hatursorðræðu. Þetta var á meðal þess sem fram kom á málþingi fjölmiðlanefndar og Mannréttindaskrifstofu Íslands sem haldið var á Fundi fólksins í Norræna húsinu þann 2. september 2016.

Erindi á málþinginu fluttu Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fræðslustýra  Samtakanna 78 og formaður Trans Ísland, Kolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla og umsjónarmaður Vísis og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, en auk þeirra tók Unnsteinn Manúel Stefánsson, fjölmiðla- og tónlistarmaður, þátt í pallborðsumræðum. Fundarstjóri var Arna Schram, fulltrúi Blaðamannafélags Íslands í fjölmiðlanefnd.

Samantekt á erindum og því helsta sem fram kom í pallborðsumræðum má lesa hér:

Málþing fjölmiðlanefndar og Mannréttindaskrifstofu Íslands um hatursorðræðu.