Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur fyrir fundi um mikilvægi frjálsra fjölmiðla í Brussel dagana 17. og 18. nóvember 2016. Markmið fundarins er að skoða tengslin milli frjálsra og fjölbreyttra fjölmiðla og lýðræðis.

Sérstaklega verða skoðaðar þær áskoranir og tækifæri sem breytt fjölmiðlalandslag felur í sér, þar sem sífellt fleiri nota samfélagsmiðla og internetið til að afla sér upplýsinga. 

Hér verður beint streymi frá ráðstefnunni en dagskráin hefst kl. 13.30, að íslenskum tíma, fimmtudaginn 17. nóvember.

Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og formaður Stýrinefndar Evrópuráðsins, tekur þátt í umræðum um þátt uppljóstrana og rannsóknarblaðamennsku. Sá hluti dagskrárinnar hefst kl. 10:00 að íslenskum tíma, föstudaginn 18. nóvember. 

Dagskrá ráðstefnunnar “Media pluralism and democracy”