Tveir fjölmiðlar hafa tilkynnt starfsemi sína til fjölmiðlanefndar: Sport360.is og og Þjóðmál.

Upplýsingar um Sport360.is, þar á meðal um eignarhald fjölmiðilsins, er að finna hér. Í lýsingu á ritstjórnarstefnu segir að megináhersla verði lögð á fagmannlega ljósmyndun, ásamt 360 gráðu myndatöku. Þá verði birtir hressir pistlar um íþróttir og jaðarmenningu.

Upplýsingar um Þjóðmál, þar á meðal um eignarhald fjölmiðilsins, er að finna hér. Í lýsingu á ritstjórnarstefnu segir að í fjölmiðlinum verði fjallað um stjórnmál, þjóðmál, menningu og annað tilfallandi. Ritstjórnarstefna byggi á borgaralegum og frjálslyndum gildum.