Nýr fjölmiðlaveita, Sportmiðlar ehf., hefur tilkynnt starfsemi fjölmiðlanna SportTV og Sport.is til fjölmiðlanefndar.

Upplýsingar um fjölmiðlana, þar á meðal um eignarhald þeirra, er að finna hér.

Í lýsingu á ritstjórnarstefnu SportTV segir að fjölmiðillinn sendi út innlent og erlent íþróttaefni, í beinni útsendingu, sem og upptekið efni. 

Í lýsingu á ritstjórnarstefnu Sport.is segir að fjölmiðillinn birti íþróttafréttir og annað íþróttatengt efni, þ.m.t. streymi af íþróttaviðburðum.