Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Huldu Árnadóttur héraðsdómslögmann formann fjölmiðlanefndar frá 20. október 2017. Hulda var áður varaformaður nefndarinnar og hefur nýr varaformaður ekki verið skipaður í hennar stað.

Auk Huldu eru í fjölmiðlanefnd Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands. 

Þá hefur Salvör Nordal látið af störfum sem fulltrúi í fjölmiðlanefnd en hún tók við stöðu Umboðsmanns barna fyrr á árinu. Nýr aðalmaður í hennar stað hefur ekki verið skipaður.

Varamenn eru:

– Marteinn Másson, hæstaréttarlögmaður
– Kolbrún Sævarsdóttir, héraðsdómari
– Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Siðanefndar BÍ
– Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri