Mannréttindastofnun Háskóla Íslands gaf nýverið út skýrslu Gunnars Páls Baldvinssonar LL.M. um tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks á Íslandi 2012-2017. Í skýrslunni er fjallað um dóma Mannréttindadómstóls Evrópu í málum er varða vernd tjáningarfrelsis fjölmiðlafólks hér á landi en á árunum 2012 til 2017 hafa fallið átta slíkir dómar. Í sex tilvikum dæmdi Mannréttindadómstóllinn íslenska ríkinu í óhag en í tveimur tilvikum var íslenska ríkið sýknað. Í inngangi skýrslunnar segir að markmið rannsóknarinnar hafi verið að leita svara um orsakir þess að Mannréttindadómstóllinn hefur ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi brotið gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks, svo og hvað greini sýknudóma frá áfellisdómum. 

Skýrslan er aðgengileg hér: 

Skýrsla Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands um tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks á Íslandi 2012-2017