Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í fjölmiðlanefnd á síðustu vikum. Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði Huldu Árnadóttur, héraðsdómslögmann, formann fjölmiðlanefndar frá 20. október 2017, í stað Ingva Hrafns Óskarssonar sem lét af formennsku að eigin ósk. Hulda var áður varaformaður fjölmiðlanefndar. Nýr varaformaður fjölmiðlanefndar er Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómslögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR, sem skipuð er samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands, er jafnframt nýr fulltrúi í fjölmiðlanefnd en hann er skipaður af samstarfsnefnd háskólastigsins, í stað Salvarar Nordal sem tók við stöðu Umboðsmanns barna fyrr á árinu. Þá er Davíð Þorláksson, héraðsdómslögmaður og forstöðumaður samkeppnishæfnisviðis Samtaka atvinnulífsins, nýr varamaður í nefndinni. Skipunartímabil fjölmiðlanefndar er til 31. ágúst 2019.

Skipan fjölmiðlanefndar:

- Hulda Árnadóttir, héraðsdómslögmaður, formaður
- Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómslögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR, varaformaður
- Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður
- Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands
- Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands

Varamenn:
- Davíð Þorláksson, héraðsdómslögmaður og forstöðumaður samkeppnishæfnisviðis Samtaka atvinnulífsins
- Marteinn Másson, hæstaréttarlögmaður
- Kolbrún Sævarsdóttir, héraðsdómari
- Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands
- Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri