Þrír dómar féllu í Hæstarétti í gær þar sem til umfjöllunar var hvort þrír einstaklingar hefðu gerst sekir um hatursorðræðu í garð samkynhneigðra og með því brot á ákvæði 233. gr. a. almennra hegningarlaga. Hæstiréttur sakfelldi tvo mannanna, og sneri þar með við tveimur dómum héraðsdóms, en staðfesti sýknudóm héraðsdóms yfir þriðja manninum. Ummæli mannanna höfðu birst í athugasemdakerfum vefmiðla í tengslum við fréttir af svokallaðri hinseginfræðslu Samtakanna ´78 í grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar. Einn hæstaréttardómari af þremur skilaði sératkvæði í öllum málunum og vildi staðfesta sýknudóma héraðsdóms í öllum tilvikum.

Dómana þrjá má lesa á vef Hæstaréttar:

Mál nr. 415/2017

Mál nr. 577/2017

Mál nr. 354/2017