Hverjir geta kvartað til fjölmiðlanefndar? Yfir hverju má kvarta? Hvernig virkar réttur til andsvara? Um þetta og fleira er fjallað í nýjum leiðbeiningum fjölmiðlanefndar um kvartanir til fjölmiðlanefndar og rétt til andsvara.

Fjölmiðlanefnd hefur gefið út leiðbeiningar fyrir þá sem hyggjast leggja fram kvörtun til fjölmiðlanefndar, vegna meintra brota á lögum um fjölmiðla eða öðrum lögum sem fjölmiðlanefnd hefur eftirlit með. Í leiðbeiningunum kemur meðal annars fram hvernig slíkar kvartanir skulu settar fram og hvernig meðferð kvartana hjá fjölmiðlanefnd er háttað. Farið er yfir það hvers konar fjölmiðlar falla undir gildissvið laga um fjölmiðla og nefnd dæmi um þær lagareglur sem fjölmiðlum hér á landi ber að fylgja, auk þess sem fjallað er um svokallaðan rétt til andsvara í fjölmiðlum. Leiðbeiningunum fylgir eyðublað vegna kvartana og listi yfir netföng skráðra fjölmiðla hér á landi.

Leiðbeiningarnar má nálgast með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan eða með því að smella á hlekkinn „lesa meira“ undir dálknum „Eyðublöð“ á heimasíðu fjölmiðlanefndar.

Leiðbeiningar um kvartanir til fjölmiðlanefndar og rétt til andsvara

Eyðublað vegna kvartana til fjölmiðlanefndar