Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Finn Beck héraðsdómslögmann í fjölmiðlanefnd, samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands.  

Jafnframt hefur Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hrl. látið af störfum hjá nefndinni, þar sem hann hefur verið skipaður í embætti dómara við Landsrétt. Vilhjálmur hefur setið í fjölmiðlanefnd frá stofnun hennar 2011, auk þess sem hann átti áður sæti í útvarpsréttarnefnd, frá 2007-2011. Vilhjálmi eru þökkuð góð og farsæl störf í þágu fjölmiðlanefndar og óskað velfarnaðar í nýju starfi.

Skipan fjölmiðlanefndar:

- Hulda Árnadóttir, héraðsdómslögmaður, formaður
- Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómslögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR, varaformaður
- Finnur Beck, héraðsdómslögmaður 
- Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands
- Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki og sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands

Varamenn:
- Davíð Þorláksson, héraðsdómslögmaður og forstöðumaður samkeppnishæfnisviðis Samtaka atvinnulífsins
- Marteinn Másson, hæstaréttarlögmaður
- Kolbrún Sævarsdóttir, héraðsdómari
- Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands
- Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri

Skipunartímabil fjölmiðlanefndar er til 31. ágúst 2019.