Fjölmiðlanefnd óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa.  Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit með lögum um fjölmiðla nr. 38/2011, eftirlit með lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu nr. 23/2013, og eftirlit með lögum um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum og annast daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. 
  
Starfssvið: 
-          Almenn lögfræðistörf 
-          Þátttaka í stefnumörkun 
-          Samskipti við stjórnsýslu 
-          Þátttaka í norrænu og evrópsku samstarfi 
  
Menntunar- og hæfniskröfur: 
-          Kandídats- eða meistaraprófi í lögfræði er skilyrði (hafa lokið 5 ára laganámi)  
-          Mjög gott vald á íslensku og færni til að rita vandaðan texta er skilyrði
-          Þekking á sviði stjórnsýsluréttar og starfsreynsla innan stjórnsýslunnar er æskileg
-          Þekking og reynsla á sviði fjölmiðlaréttar er æskileg
-          Góð enskukunnátta er skilyrði og kunnátta í einu Norðurlandamáli er æskileg 
-          Rík áhersla er lögð á styrkleika í samvinnu og samskiptum 
-          Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi 
-          Sjálfstæði, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum 

Frekari upplýsingar um starfið: 
Um starfskjör starfsmanna fjölmiðlanefndar fer eftir gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Stéttafélag lögfræðinga hefur gert. Um er að ræða krefjandi starf sem reynir á lögfræðilega getu og kunnáttu. Í boði er starf í síbreytilegu og spennandi umhverfi. 

Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá ásamt prófskírteini og kynningarbréfi þar sem umsækjandi rökstyður hæfni sína í starfið. 

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Starfshlutfall er 100%. 

Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2018. Senda skal umsóknir til fjölmiðlanefndar, Borgartúni 21, 105 Reykjavík

Nánari upplýsingar veitir:

Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri í síma 415 0415 og elfa@fjolmidlanefnd.is