Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að með kostun á fréttatengdu efni í þáttunum Gjaldeyriseftirlitið, í þáttaröðinni Atvinnulífið, sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni Hringbraut 2. og 10. október 2017, hafi Hringbraut Fjölmiðlar ehf. brotið gegn 2. mgr. 42. gr. laga um fjölmiðla, um bann við kostun á fréttatengdu efni, og gegn 1. mgr. 42. gr. sömu laga, um óheimil áhrif kostenda á innihald og efnistök kostaðs efnis. Jafnframt hafi Hringbraut-Fjölmiðlar ehf. brotið gegn 26. gr. laga um fjölmiðla, um lýðræðislegar grundvallarreglur, með því að gæta ekki að rétti viðmælanda til friðhelgi einkalífs og að hlutlægni og nákvæmni í hinu fréttatengda efni.

Hefur Hringbraut Fjölmiðlum ehf. verið gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 500.000 kr. vegna brotsins. Við ákvörðun sektar var tekið mið af eðli brots og alvarleika þess.

Ákvörðun 3/2018