Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að með viðskiptaboðum sem miðlað var í þættinum Fermingar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, þann 12. janúar 2018, hafi Hringbraut Fjölmiðlar ehf. brotið gegn 1. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla, um skýra aðgreiningu ritstjórnarefnis og auglýsinga, og 2. mgr. 41. gr. laga um fjölmiðla, um leyfilegt auglýsingahlutfall innan klukkustundar.

Hefur Hringbraut verið gert að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 500.000 kr. vegna brotsins. Við ákvörðun sektar var tekið mið af eðli brots og því að Hringbraut hefur áður gerst brotleg við 1. mgr. 37. gr. og 2. mgr. 41. gr. laga um fjölmiðla, sbr. ákvörðun nefndarinnar nr. 2/2017, vegna þáttanna Atvinnulífið og Allt er nú til.

Ákvörðun 5/2018