Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að með miðlun myndbanda og tengdri umfjöllun um Domino’s pizzur og Meistaramánuð Íslandsbanka á vefmiðlinum Nútímanum, í febrúar og mars 2018, hafi Fálki útgáfa ehf. brotið gegn 1. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla, um skýra aðgreiningu ritstjórnarefnis og auglýsinga, og 2. mgr. 37. gr. sömu laga, um bann við duldum auglýsingum.

Í ljósi þess að Fálki útgáfa ehf. hefur ekki áður gerst brotlegt gegn ákvæðum laga um fjölmiðla, auk þess sem fyrir liggur að Fálki útgáfa ehf. gætti að nokkru að auðkenningu viðskiptaboða á miðli sínum og í stöðufærslum á samfélagsmiðlasíðum Nútímans, þótt framkvæmd hafi verið ábótavant, ákvað fjölmiðlanefnd að falla frá ákvörðun um stjórnvaldssekt.

Álit 1/2018