Fjölmiðlanefnd hefur ráðið Helgu Maríu Pálsdóttur lögfræðing til starfa. Helga María er með meistarapróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið tveimur meistaragráðum frá Háskólanum í Lundi. Annars vegar meistaraprófi í evrópskum viðskiptarétti og hins vegar meistaraprófi í stjórnun. Helga María hefur starfað sem lögmaður og lögfræðingur í rúmlega sjö ár og hefur jafnframt aflað sér réttinda til að flytja mál fyrir héraðsdómstólum. Lokaritgerð Helgu Maríu við Háskólann í Lundi fjallaði um hvort nýjasta dómaframkvæmd Evrópudómstólsins benti til þess að dómstóllinn væri að reyna að opna á möguleikann á að Evrópusambandið gerðist aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu, en hún birtist í EU Law Review, Vol. I, 2017.