Fjölmiðlanefnd fékk það verkefni í febrúar 2018 að vinna greinargerð um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, þar sem lagðar yrðu til leiðir til úrbóta á rekstrarumhverfi þeirra, í tengslum við stefnumótun stjórnvalda á sviði fjölmiðla. Greinargerðin var unnin að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins, í kjölfar skýrslu nefndar um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, sem út kom í janúar 2018.

Verkefni fjölmiðlanefndar lauk í júní 2018 og voru ráðuneytinu afhent drög að greinargerð við það tækifæri.  Lokaútgáfa greinargerðarinnar var afhent mennta- og menningarmálaráðuneytinu með formlegum hætti með bréfi fjölmiðlanefndar  dags. 31. ágúst 2018.

Greinargerð fjölmiðlanefndar er aðgengileg hér.