Fjölmiðlaveitan Kaffið fjölmiðill ehf. hefur tilkynnt starfsemi fjölmiðilsins Kaffið.is til fjölmiðlanefndar.

Í lýsingu á ritstjórnarstefnu segir meðal annars: Kaffið er norðlenskur fjölmiðill sem var stofnaður til þess að bæta fjölmiðlun á Akureyri og í nágrenni. Kaffið er netmiðill sem fjallar á fjölbreyttan hátt um það sem er að gerast á svæðinu. Á heimasíðunni eru sex fastir flokkar: Fréttir, fólk, íþróttir, menning, pistlar og skemmtun.

Upplýsingar um fjölmiðilinn, þar á meðal um eignarhald hans, að finna hér.