Fjölmiðlanefnd hefur lagt stjórnvaldssekt á 365 miðla vegna óheimilla viðskiptaboða fyrir áfengi í annarri þáttaröð Ísskápastríðs sem sýnd var á Stöð 2 árið 2017.

Í niðurstöðu fjölmiðlanefndar kemur fram að áberandi framsetning áfengra vörutegunda í annarri þáttaröð Ísskápastríðs teljist til vöruinnsetninga fyrir áfengi með yfir 2,25% styrkleika, og hafi 365 miðlar með miðlun þeirra brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla um bann við viðskiptaboðum fyrir áfengi.

Ákvörðun 6/2018