Íslendingar eyða minnstum tíma allra Evrópuþjóða fyrir framan sjónvarpið, samkvæmt nýrri skýrslu evrópsks rannsóknarseturs á sviði fjölmiðla. Íslendingar horfa á sjónvarp að meðaltali í 1 klukkustund og 41 mínútu á dag, á meðan Rúmenar horfa mest allra Evrópubúa á sjónvarp eða að meðaltali í 5 klukkustundir og 46 mínútur á dag.

Þetta kemur fram í nýrri ársskýrslu European Audiovisual Observatory, sem er staðsett í Strassborg í Frakklandi. Sjónvarpsáhorf hefur minnkað hægt og bítandi í Evrópu á undanförnum árum eða að meðaltali um 0,3% á ári á tímabilinu 2012-2018. Á þessum tíma hefur sjónvarpsáhorf dregist mest saman á Íslandi, í Danmörku, Lettlandi, Noregi og Bretlandi.

Meðaláhorf Evrópubúa á sjónvarp á dag í klst:mín.

 

 

 

 

 
Heimild: Ársskýrsla European Audiovisual Observatory 2018-19 (eingöngu aðgengileg í áskrift)