Fjölmiðillinn Tígull hefur tilkynnt starfsemi sína til fjölmiðlanefndar. Eigendur útgáfufélagsins, sem ber nafnið Leturstofan sf., eru Lind Hrafnsdóttir og Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

Í lýsingu á ritstjórnarstefnu Tíguls segir: Tígull er bæjarblað Vestmannaeyja og fjallar um málefni Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga á jákvæðan hátt. Tígull einblínir á umfjöllun um menningu, mannlíf, atvinnulíf og sögu eyjanna. Tígull er bæjarblað allra Eyjamanna, ungra sem aldinna. Fríblað sem kemur út vikulega. Blaðinu er dreift inn á öll heimili og í öll fyrirtæki í Eyjum.

Nánari upplýsingar um fjölmiðilinn er að finna hér.