Alþjóðlegt samstarf

Fjölmiðlanefnd er í samstarfi við systurstofnanir/nefndir á Norðurlöndum og tekur þátt í samstarfi þeirra. Þá hefur fjölmiðlanefnd sótt um aðild að samstarfsvettvangi evrópskra stjórnsýslustofnana í fjölmiðlamálum, EPRA.

Í fjölmiðlalögum/útvarpslögum aðildarríkja EES hefur hljóð- og myndmiðlunartilskipun ESB verið innleidd. Liður í því að tryggja að túlkun og eftirfylgni sé samræmd innan ríkja EES er samstarf þeirra stjórnvalda sem sinna eftirliti með lögunum.