EPRA

Aukin alþjóðavæðing, stafræn tækni og breytt fjölmiðlalandslag hefur gert það að verkum að samvinna milli stjórnsýslustofnana/nefnda í Evrópu hefur aukist til mikilla muna á síðustu árum. Árið 1995 varð til samráðsvettvangur evrópskra stjórnsýslustofnana í fjölmiðlamálum (e. European Platform of Regulatory Authorities, EPRA). Samráðsvettvanginum er ætlað að stuðla að auknum samskiptum og upplýsingaskiptum stjórnsýslustofnana/nefnda sem eiga að framfylgja lögum um fjölmiðla, þó aðallega hljóð- og myndmiðla.

Þá er þeim ætlað að skiptast á upplýsingum um ýmis mál er snerta öll eða flest Evrópulöndin og að vera samráðsvettvangur til að túlka fjölmiðlalöggjöf, svo sem tilskipanir og reglugerðir ESB. Nú eru 53 stofnanir/nefndir aðilar að EPRA. Auk þess hafa bæði Evrópusambandið og Evrópuráðið áheyrnarfulltrúa á EPRA. Skilyrði aðildar að EPRA er að viðkomandi stofnun eða nefnd geti sýnt fram á að hún njóti sjálfstæðis að því leyti að hún sé ekki hluti af ráðuneyti og sé sjálfstæð gagnvart hinu pólitíska valdi.

Hér má nálgast vefsvæði EPRA