Norrænt samstarf

Stjórnsýslustofnanir/nefndir á Norðurlöndum hafa átt í óformlegu samstarfi um árabil. Markmið slíks samstarfs er að skiptast á upplýsingum og byggja á ólíkri reynslu hvers stjórnvalds. Útvarpsréttarnefnd var aðili að þessu norræna samstarfi um nokkurra ára skeið, en fjölmiðlanefnd tekur nú þátt í samstarfinu fyrir hönd Íslands.

Þar sem stjórnsýslueftirlit með fjölmiðlum á sér langa sögu á Norðurlöndunum og þar sem fjölmiðlalögunum íslensku svipar mjög til norrænna laga getur fjölmiðlanefnd sótt dýrmæta reynslu og þekkingu til nágrannaríkjanna.

Hlekkir á stjórnsýslustofnanir/nefndir á Norðurlöndum:

Slots- og kulturstyrelsen
Medietilsynet
Myndigheten för press, radio och tv
FICORA