Eftirlit

Fjölmiðlanefnd ber að fylgjast með því að fjölmiðlaveitur fari að fyrirmælum fjölmiðlalaga, taka ákvarðanir í málum samkvæmt þeim og beita viðurlögum þegar við á. Hún á jafnframt að fylgjast með stöðu og þróun á fjölmiðlamarkaði og safna upplýsingum þar að lútandi.

Fjölmiðlanefnd annast samskipti við sambærileg stjórnvöld í öðrum EES-ríkjum og alþjóðastofnanir um málefni á starfsvettvangi sínum, annast eftirlit með skráningarskyldu og veitingu leyfa til hljóð- og myndmiðlunar og tryggir að lögboðnar upplýsingar um allar fjölmiðlaveitur séu til staðar.

Þá annast fjölmiðlanefnd eftirlit með innihaldi og framsetningu hljóð- og myndsendinga í viðskiptaskyni sem og viðskiptaboða í prentmiðlum og rafrænum ritmiðlum.