Önnur starfsemi

Í lögum um Ríkisútvarpið er sérstaklega fjallað um aðra starfsemi félagsins. Þannig er Ríkisútvarpinu heimilt að reka aðra starfsemi en sem kveðið er á um í 3. gr. Tilgangur slíkrar starfsemi er að styðja við þá starfsemi sem fellur undir almannaþjónustu með því að nýta tæknibúnað, dreifikerfi, sérþekkingu starfsmanna og aðstöðu Ríkisútvarpsins. Slík starfsemi felur m.a. í sér að selja birtingarétt að efni Ríkisútvarpsins og framleiða og selja vörur sem tengjast framleiðslu Ríkisútvarpsins.

Slík starfsemi lýtur sömu löggjöf og starfsemi félaga í samekeppnisrekstri.

Þá er kveðið á um að tryggja skuli ritstjórnarlegan aðskilnað milli Ríkisútvarpsins og dótturfélaga þess.