Vernd barna

Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að öll börn eigi rétt á því að vera fullgildir þátttakendur í samfélaginu og hafa aðgang að upplýsingum og efni af ýmsum uppruna í fjölmiðlum. Einnig kemur fram í Barnasáttmálanum að ríki eigi að móta reglur um vernd barna fyrir upplýsingum og fjölmiðlaefni sem skaðað getur velferð þeirra. Í lögum um fjölmiðla er að finna nokkrar reglur um vernd barna gegn fjölmiðlaefni sem ekki er talið við þeirra hæfi. Annars vegar reglur um vernd barna gegn efni sem haft getur skaðleg áhrif á líkamlegan, andlegan eða siðferðilegan þroska þeirra. Hins vegar eru reglur um auglýsingar sem beint er að börnum. Þá eru reglur um aldursmat og -merkingar og annað eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum að finna í lögum nr. 62/2006, sem fjölmiðlanefnd hefur eftirlit með. Fjölmiðlanefnd er auk þess ætlað að vinna að því að efla miðlalæsi almennings, barna jafnt sem fullorðinna. Nánari upplýsingar og fróðleik um miðlalæsi má nálgast hér