Viðskiptaboð og fjarkaup

Með hljóð- og myndmiðlunartilskipun Evrópusambandsins var gerð mikil breyting á hugtakanotkun til samræmis við breytt umhverfi á þeim vettvangi. Þess vegna eru ýmis ný hugtök í fjölmiðlalögum sem koma í stað þeirra hugtaka sem notuð voru í útvarpslögum nr. 53/2000. Hugtakið viðskiptaboð er nýtt yfirhugtak sem er ætlað er að ná yfir allar tegundir auglýsinga, kostun og vöruinnsetningu.

Í fjölmiðlalögum er að finna almennar meginreglur sem gilda um alla fjölmiðla. Þær reglur eru sambærilegar þeim reglum sem gilda um auglýsingar almennt samkvæmt öðrum lögum. Hins vegar eru reglur sem lúta einungis að hljóð- og myndmiðlum og leiðir af sérstöku eðli þeirrar tegundar fjölmiðlunar sem og þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt hljóð- og myndmiðlunartilskipuninni, enda löng hefð fyrir því að að ítarlegri reglur gildi um auglýsingar og annað sambærilegt efni í slíkum miðlum.

Hér er að finna sambærilegar reglur í Danmörku.

Hér er að finna sambærilegar reglur í Noregi.

Hér er að finna sambærilegar reglur í Svíþjóð.

Hér er að finna sambærilegar reglur í Finnlandi.

Hér er að finna sambærilegar reglur í Bretlandi.

Hér er að finna sambærilegar reglur á Írlandi.