Dulin auglýsing

Duldar auglýsingar (viðskiptaboð) eru óheimilar samkvæmt fjölmiðlalögum. Í viðskiptaboðum er jafnframt óheimilt að beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar. Duldar auglýsingar eru kynning í máli eða myndum á vörum, þjónustu, heiti, vörumerki eða starfsemi aðila sem framleiðir vöru eða veitir þjónustu í dagskrárliðum þegar slík kynning er til þess ætluð af hálfu fjölmiðilsins að þjóna auglýsingamarkmiðum og gæti villt um fyrir neytendum að því er eðli hennar varðar.

Hvað bann við duldum viðskiptaboðum varðar, tekur umrætt bann jafnt til allra fjölmiðla. Slíkt bann var sett í ljósi sjónarmiða um aukna neytendavernd á þessum vettvangi, enda verður að gera þá fortakslausu kröfu til fjölmiðla að þeir tryggi að neytendum sé ljóst hvenær um auglýsingar sé að ræða. Hvað hið síðarnefnda varðar tekur umrætt bann einungis eðli máls samkvæmt til hljóð- og myndmiðla enda.