Ákvörðun nr. 1/2015 um sýningu á efni sem ekki er við hæfi barna fyrir vatnaskil á RÚV

Á fundi sínum þann 2. febrúar sl. tók fjölmiðlanefnd ákvörðun í máli er varðar sýningu kvikmyndarinnar GoldenEye sem sýnd var föstudagskvöldið 9. janúar 2015 á RÚV. Sýning myndarinnar hófst kl. 20.55, eða rúmlega klukkustund áður en heimilt er að sýna efni sem bannað er börnum í línulegri dagskrá í sjónvarpi. Kvikmyndin var auðkennd með gulu merki sem þýðir að myndin var ekki talin við hæfi barna yngri en 12 ára. Ríkisútvarpið harmaði mistökin sem leiddu til þess að kvikmyndin var sýnd umrætt kvöld um klukkustund áður en lög gera ráð fyrir. Er það niðurstaða fjölmiðlanefndar að Ríkisútvarpið hafi brotið gegn 1. og 2. mgr. 28. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. Fallið er frá sektarákvörðun í málinu.

Ákvörðun nr. 1/2015 Sýning á efni sem ekki er við hæfi barna fyrir vatnaskil á RÚV – 2. febrúar 2015