Upplýsingar um íslenska fjölmiðla

Samkvæmt lögum um fjölmiðla er fjölmiðlanefnd skylt að birta upplýsingar um alla leyfisskylda og skráningarskylda fjölmiðla hér á landi. Meðal þeirra upplýsinga sem skylt er að birta á heimasíðu nefndarinnar eru upplýsingar um nafn þess sem tilkynnt hefur um starfsemi sína eða hlotið leyfi hér á landi. Jafnframt skal birta upplýsingar um kennitölu, lögheimili, netfang, vefsetur og gildistíma leyfis þegar slíkt á við.

Þá er skylt að geta um nafn fyrirsvarsmanns fjölmiðlaveitu, ábyrgðarmanns fjölmiðils, dagskrárstefnu hljóð- og myndmiðla og síðari tilkynningar um breytingar á henni ásamt ritstjórnarstefnu prentmiðla og rafrænna ritmiðla og síðari tilkynningar og breytingar á henni. Jafnframt skal birta upplýsingar um eignarhald á fjölmiðlaveitu, reglur fjölmiðlaveitu um ritstjórnarlegt sjálfstæði og jafnréttisáætlun fjölmiðlaveitu, eftir því sem við á.

Allar ákvarðanir fjölmiðlanefndar í málum fjölmiðlaveitu skulu samkvæmt lögum birtar á heimasíðu nefndarinnar, en úr þeirri birtu ákvörðun skal þó fella brott upplýsingar um viðkvæm einkamálefni einstaklinga og mikilvæga fjárhags- og viðskiptahagsmuni lögaðila sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari.

Hér að neðan má nálgast upplýsingar um annarsvegar leyfisskylda fjölmiðla og hins vegar skráningarskylda fjölmiðla.

Listi yfir leyfishafa

Listi yfir skráða fjölmiðla

Íslensk fjölmiðlafyrirtæki – janúar 2018 – myndrænt yfirlit