Hringbraut – fjölmiðlar ehf.

Hringbraut – fjölmiðlar ehf., kt. 690416-3600
Eiðistorg 17, 170 Seltjarnarnes

Heiti miðils: Hringbraut
Netfang: hringbraut@hringbraut.is
Vefsetur: www.hringbraut.is

Nafn fyrirsvarsmanns: Guðmundur Örn Jóhannsson
Nafn ábyrgðarmanns: Sigmundur Ernir Rúnarsson

Eignarhald: 

Saffron Holding ehf., eigandi Sigurður Arngrímsson, 99,18%
Guðmundur Örn Jóhannsson, 0,66%
Rakel Sveinsdóttir 0,16%

Ritstjórnarstefna:
Hringbraut er nýr, fjölbreyttur og ókeypis sjónvarps- og vefmiðill sem leggur áherslu á kraftmikla og upplýsandi umræðu um þjóðmál, menningu, heimili, heilsu og lífsstíl. Miðlinum er ekki síst ætlað að vera hringiða uppbyggilegra skoðanaskipta um þjóðfélagsumbætur fyrir heimili og fyrirtæki, þar sem umburðarlyndi og víðsýni eiga að vera leiðarstef í öllum skrifum og þáttagerð, ásamt hlutlægni og mannvirðingu.

Reglur Hringbrautar um ritstjórnarlegt sjálfstæði:
a) Ritstjórn Hringbrautar er sjálfstæð og óháð eigendum hennar. Ritstjóri / dagskrárstjóri er ekki eigandi vefmiðilsins / stöðvarinnar.

b) Ritstjóri / dagskrárstjóri ræður einn efnisvali vefmiðilsins / stöðvarinnar og ber ábyrgð á því.
c) Ritstjóri / dagskrárstjóri ræður og og metur starfsframlag allra sem skrifa fréttir í miðlum félagsins – og annast uppsagnir, ef með þarf. Honum ber að aðvara starfsmenn ritstjórnar fari þeir á svig við ritstjórnarreglur.
Uppsögn starfsmanna á ritstjórn Hringbrautar, þar með talinna yfirmanna skal að aflokinni áminningu fylgja rökstudd álitsgerð ritstjóra / dagskrárstjóra.

 

Ákvarðanir og álit í málum Hringbrautar

Álit 1/2017 Kynningarþættir fyrir framboð til Alþingiskosninga - 28. júní 2017

Ákvörðun 2/2017  Dulin viðskiptaboð og auglýsingahlutfall á Hringbraut – 7. febrúar 2017

 

Upplýsingar uppfærðar 18. maí 2018