Leyfi og skráning

Fjölmiðlar sem falla undir gildissvið fjölmiðlalaga nr. 38/2011 eru annað hvort leyfisskyldir eða skráningarskyldir. Hljóð- og myndmiðlar sem þurfa tíðni frá Póst- og fjarskiptastofnun (hljóðvarp og sjónvarp) þurfa því að sækja um leyfi til útsendinga. Aðrir, s.s. prentmiðlar og netmiðlar eru skráningarskyldir. Með þessum hætti getur fjölmiðlanefnd haft yfirsýn yfir starfsemi á fjölmiðlamarkaði og sinnt eftirlitshlutverki sínu. Fjölmiðlamarkaðurinn er í mikilli þróun þar sem örar breytingar verða. Því er yfirsýn nauðsynleg til að hægt sé að hafa eftirlit með m.a. upplýsingum um eignarhaldi fjölmiðla, ábyrgðarmönnum fjölmiðla, reglum um ritstjórnarlegt sjálfstæði ofl.