Leyfisskyldir fjölmiðlar

Fjölmiðlanefnd ber að annast eftirlit með öllum leyfisskyldum fjölmiðlum á Íslandi. Þá ber öllum sem hyggjast starfrækja leyfisskyldan fjölmiðil að sækja um leyfi hjá fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlar sem falla undir gildissvið fjölmiðlalaga nr. 38/2011 eru annað hvort leyfisskyldir eða skráningarskyldir. Hljóð- og myndmiðlar sem þurfa tíðni frá Póst- og fjarskiptastofnun (hljóðvarp og sjónvarp) þurfa því að sækja um leyfi til útsendinga. Aðrir, s.s. prentmiðlar og netmiðlar eru skráningarskyldir.

Allar tilkynningar um breytingar á starfsemi fjölmiðils skal senda til fjölmiðlanefndar.

Hér er að finna umsókn um almennt leyfi.

Hér er að finna umsókn um skammtímaleyfi.