Skráningarskyldir fjölmiðlar

Fjölmiðlar sem falla undir gildissvið fjölmiðlalaga nr. 38/2011 eru annað hvort leyfisskyldir eða skráningarskyldir. Hljóð- og myndmiðlar sem þurfa tíðni frá Póst- og fjarskiptastofnun (hljóðvarp og sjónvarp) þurfa að sækja um leyfi til útsendinga. Fjölmiðill sem ekki stundar leyfisskylda hljóð- og myndmiðlun skal tilkynna fjölmiðlanefnd um starfsemi sína áður en hún hefst. Því eru prentmiðlar og netmiðlar skráningarskyldir.

Þá ber fjölmiðli að tilkynna fjölmiðlanefnd um allar breytingar sem kunna að verða á högum miðilsins og varða þær upplýsingar sem liggja til grundvallar tilkynningunni.

Hér er að finna eyðublað til skráningar fjölmiðils.