Sögusmiðjan

Sögusmiðjan, kt. 6301983139,
Kirkjubóli 1, 510 Hólmavík

Heiti miðils: Strandir.is

Nafn ábyrgðarmanns: Jón Jónsson

Eignarhald: Jón Jónsson

Ritstjórnarstefna:
Strandir.is er vefrit um málefni Stranda og Strandamanna, eins konar héraðsfréttavefur.

Vefritið hefur sérstakan áhuga á atvinnulífi, 
framkvæmdum og framförum á Ströndum,
eflingu 
byggðar og skemmtilegu mannlífi í héraðinu. Öllu því sem gerir það sérstakt og eftirsóknarvert að starfa og lifa á Ströndum eða heimsækja héraðið sem ferðamaður.

Vefurinn Strandir.is berst fyrir sameiginlegum 
hagsmunum Strandamanna og þolir illa að
íbúar svæðisins fái ekki jafn góða þjónustu og aðrir landsmenn frá hinu opinbera í ýmsum
málaflokkum.

Vefurinn Strandir.is vill auka samheldni og samstöðu Strandamanna og reynir
að leggja sitt af mörkum með því að auka flæði upplýsinga milli fjarða og hreppa á Ströndum og þar með þekkingu manna á ólíkum hlutum sýslunnar.

Ákvæði 24. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 um ritstjórnarlegt sjálfstæði á ekki við.