Um Fjölmiðlanefnd

Fjölmiðlanefnd tók til starfa 1. september 2011. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Þá annast fjölmiðlanefnd þau hlutverk sem henni eru falin í öðrum lögum. Skipunartímabil nefndarinnar er frá 1. september 2015 til 31. ágúst 2019.

Fjölmiðlanefnd skipa:
- Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild Háskóla Íslands, formaður

- Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, varaformaður

- Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogsbæjar og fyrrverandi formaður BÍ

- Hulda Árnadóttir, héraðsdómslögmaður

- Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands

Varamenn:
– Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur Jafnréttisstofu og fjölmiðlafræðingur

- Marteinn Másson, hæstaréttarlögmaður

- Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Siðanefndar BÍ

- Jón Ólafsson, prófessor á Bifröst

Elfa Ýr Gylfadóttir, fjölmiðla- og fjarskiptafræðingur, er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.