Fjölmiðlanefnd

Fjölmiðlanefnd tók til starfa 1. september 2011. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Þá annast fjölmiðlanefnd þau hlutverk sem henni eru falin í öðrum lögum. Skipunartímabil nefndarinnar er til 31. ágúst 2019.

Fjölmiðlanefnd skipa:

- Hulda Árnadóttir, héraðsdómslögmaður, varaformaður*
- Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður
- Arna Schram, forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar og fyrrverandi formaður BÍ
- Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands*

Varamenn:
- Birgir Tjörvi Pétursson, héraðsdómslögmaður

- Marteinn Másson, hæstaréttarlögmaður
- Kolbrún Sævarsdóttir, héraðsdómari
- Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Siðanefndar BÍ
- Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri

*Ingvi Hrafn Óskarsson hefur látið af störfum sem formaður fjölmiðlanefndar en hann gerði grein fyrir þeim fyrirætlunum sínum á fundi fjölmiðlanefndar 24. mars 2017. Ingvi Hrafn hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra sérhæfðra fjárfestinga og fyrirtækjaverkefna hjá fjárfestingarsjóðnum GAMMA Capital Management. Nýr formaður fjölmiðlanefndar hefur ekki verið skipaður.