Fjölmiðlanefnd

Fjölmiðlanefnd tók til starfa 1. september 2011. Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem annast eftirlit samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 og daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Þá annast fjölmiðlanefnd þau hlutverk sem henni eru falin í öðrum lögum. Skipunartímabil nefndarinnar er til 31. ágúst 2019.

Fjölmiðlanefnd skipa:

- Hulda Árnadóttir, héraðsdómslögmaður, varaformaður*
- Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður
- Arna Schram, forstöðumaður menningarmála Kópavogsbæjar og fyrrverandi formaður BÍ

Varamenn:

- Marteinn Másson, hæstaréttarlögmaður
- Kolbrún Sævarsdóttir, héraðsdómari
- Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Siðanefndar BÍ
- Birgir Guðmundsson, dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri

*Ingvi Hrafn Óskarsson hefur látið af störfum sem formaður fjölmiðlanefndar en hann gerði grein fyrir þeim fyrirætlunum sínum á fundi fjölmiðlanefndar 24. mars 2017. Ingvi Hrafn hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra sérhæfðra fjárfestinga og fyrirtækjaverkefna hjá fjárfestingarsjóðnum GAMMA Capital Management. Nýr formaður fjölmiðlanefndar hefur ekki verið skipaður. Þá hefur Birgir Tjörvi Pétursson, varamaður formanns, látið af störfum, sem slíkur að eigin ósk.

Salvör Nordal hefur jafnframt látið af störfum sem fulltrúi í fjölmiðlanefnd en hún hefur tekið við stöðu Umboðsmanns barna. Nýr aðalmaður í hennar stað hefur ekki verið skipaður.