Starfsfólk

  • Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri, elfa@fjolmidlanefnd.is

Elfa Ýr er fjölmiðla- og fjarskiptafræðingur að mennt. Hún lauk B.A.-námi í bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 1994, prófi í hagnýtri fjölmiðlun við sama skóla árið 1996 og hefur lokið tveimur meistaragráðum í fjölmiðlun og boðskiptum, þ.e. í fjölmiðlunar-, margmiðlunar- og fjarskiptafræðum frá Georgetown University í Bandaríkjunum árið 2000 og í fjölmiðla- og ímyndarfræðum frá University of Kent í Bretlandi árið 1995.

Frá 2006 til 2011 starfaði Elfa Ýr sem deildarstjóri fjölmiðladeildar í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, en starfaði áður m.a. við dagskrárgerð, blaða- og fréttamennsku. Hún hefur leitt stefnumótunarvinnu ráðuneytisins á sviði fjölmiðlamála undanfarin ár og stýrt fjölda verkefna. Þá var hún m.a. starfsmaður útvarpsréttarnefndar um tveggja ára skeið og stundakennari í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands um 12 ára skeið.

  • Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, lögfræðingur, heiddis@fjolmidlanefnd.is

Heiðdís Lilja er lögfræðingur og píanókennari að mennt. Hún lauk laganámi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og píanókennaranámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1998. Hún hefur starfað við blaða- og fréttamennsku frá árinu 2001, fyrst á Nýju lífi sem blaðamaður og síðar ritstjóri, en svo á 24 stundum, Fréttatímanum og á fréttastofu RÚV.

  • Kolbrún Þorkelsdóttir, lögfræðingur, kolbrun@fjolmidlanefnd.is

Kolbrún Þorkelsdóttir er menntaður lögfræðingur og lauk laganámi frá Háskólanum í Reykjavík í byrjun árs 2014. Einnig hefur Kolbrún lokið þremur árum í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hún starfaði tímabundið sem framkvæmdastjóri hagsmunasamtakanna Fjölís, var lögfræðingur hjá Völvu lögmönnum og hjá Barnavernd Reykjavíkur.