Stefna

Með starfsemi fjölmiðlanefndar er stuðlað að því að markmiðum og tilgangi fjölmiðlalaga verði náð. Henni er ætlað að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga.

Stefna í meðferð mála
Telji fjölmiðlanefnd að erindi gefi nægar ástæður til meðferðar hefst meðferð viðkomandi stjórnsýslumáls. Um hana sem og meðferð þeirra mála sem nefndin hefur að eigin frumkvæði og lokið getur með stjórnvaldsákvörðun gilda ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Skulu ákvarðanir teknar eins fljótt og við verður komið.

Hefjist mál í kjölfar erindis til fjölmiðlanefndar á sá sem erindinu beindi til nefndarinnar almennt ekki aðild að málinu, nema hann eigi beinna, verulegra sérstakra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn málsins.

Starfsreglur fjölmiðlanefndar

Málsmeðferðarreglur fjölmiðlanefndar

Leiðbeiningar um kvartanir til fjölmiðlanefndar og rétt til andsvara

Persónuverndarstefna fjölmiðlanefndar