Fjölbreytt fjölmiðlaumhverfi - heilbrigt samfélag

Fjölmiðlanefnd hefur eftirlit með löggjöf um fjölmiðla og stendur þannig vörð um vernd barna, rétt almennings til upplýsinga og fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði. Nefndin framfylgir reglum um auglýsingar, tal og texta á íslensku og aðgengi sjón- og heyrnarskertra að fjölmiðlum. Þá birtir hún upplýsingar um eigendur fjölmiðla, árlegt mat á almannaþjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins og vinnur að því að efla miðlalæsi almennings.

Ársskýrsla 2022

Ársskýrsla Fjölmiðlanefndar fyrir árið 2022 er komin út. Í henni má meðal annars finna tölfræðilegar upplýsingar og ýmsan fróðleik um hlutverk og starfsemi Fjölmiðlanefndar árið 2022. Einnig má þar nálgast yfirlit yfir skráða fjölmiðla í árslok 2022 og formála framkvæmdastjóra, þar sem fjallað er um margar helstu áskoranir samtímans á sviði fjölmiðlunar, miðlalæsis og netöryggis allra aldurshópa.

Ríkisútvarpið

Um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu gilda lög nr. 23/2013. Fjölmiðlanefnd hefur eftirlit með 7. gr. laganna sem fjallar um viðskiptaboð. Þá leggur Fjölmiðlanefnd árlega mat á það hvort Ríkisútvarpið hafi uppfyllt almannaþjónustuhlutverk sitt samkvæmt 3. gr. laganna.

Miðlalæsi

Fjölmiðlanefnd er ætlað að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum, standa vörð um tjáningarfrelsi og rétt almennings til upplýsinga.

Börn og netmiðar

Niðurstöður víðtækrar spurningakönnunar meðal grunn- og framhaldsskólanema á aldrinum 9-18 ára um allt land.

Hverjir eiga fjölmiðlana?

Gagnsætt eignarhald er forsenda þess að almenningur geti tekið afstöðu til þeirra upplýsinga, hugmynda og skoðana sem birtast í fjölmiðum. Upplýsingar um eigendur fjölmiðla eru einnig nauðsynlegar til að koma megi í veg fyrir samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlamarkaði. Hér má nálgast upplýsingar um eigendur allra skráðra fjölmiðla í íslenskri lögsögu. 

Fyrir foreldra

Börn eiga rétt á því að njóta öryggis og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum. Fjallað er um þann rétt í 1. mgr. 28. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011. 

Eyðublöð og skráningar

Hér má nálgast eyðublöð Fjölmiðlanefndar, m.a. umsóknir um leyfi og skráningar og eyðublað vegna árlegrar skýrslugjafar fjölmiðla. Einnig má nálgast rafræna skráningu fjölmiðla hér að neðan og rafrænar umsóknir um skammtímaleyfi og almennt leyfi til hljóð- eða myndmiðlunar

Fyrir fjölmiðla

Hér má nálgast umsókn um sérstakan rekstrarstuðning fyrir einkarekna fjölmiðla, önnur eyðublöð, leiðbeiningar og upplýsingar um þau lög og reglur sem gilda um fjölmiðla.