Fjölbreytt fjölmiðlaumhverfi - heilbrigt samfélag
Fjölmiðlanefnd hefur eftirlit með löggjöf um fjölmiðla og stendur þannig vörð um vernd barna, rétt almennings til upplýsinga og fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði. Nefndin framfylgir reglum um auglýsingar, tal og texta á íslensku og aðgengi sjón- og heyrnarskertra að fjölmiðlum. Þá birtir hún upplýsingar um eigendur fjölmiðla, árlegt mat á almannaþjónustuhlutverki Ríkisútvarpsins og vinnur að því að efla miðlalæsi almennings.
Fréttir & tilkynningar
Fréttir & tilkynningar
Stoppa, hugsa, athuga
Taktu þátt í spurningaleik, skoðaðu myndband og lærðu að þekkja falsfréttir.
Hverjir eiga fjölmiðlana?
Gagnsætt eignarhald er forsenda þess að almenningur geti tekið afstöðu til þeirra upplýsinga, hugmynda og skoðana sem birtast í fjölmiðum. Upplýsingar um eigendur fjölmiðla eru einnig nauðsynlegar til að koma megi í veg fyrir samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlamarkaði. Hér má nálgast upplýsingar um eigendur allra skráðra fjölmiðla í íslenskri lögsögu.
Fyrir fjölmiðla
Hér má nálgast umsókn um sérstakan rekstrarstuðning fyrir einkarekna fjölmiðla, önnur eyðublöð, leiðbeiningar og upplýsingar um þau lög og reglur sem gilda um fjölmiðla.