Svar við fyrirspurn frá DV

Fjölmiðlanefnd barst tölvupóstur frá DV þann 6. nóvember sl. þar sem óskað var upplýsinga um fjölda mála sem fjölmiðlanefnd hefur fjallað um með einhverjum hætti frá því að hún var sett á fót. Þá var einnig óskað eftir því að fá umbeðnar upplýsingar sundurliðaðar eftir málaflokkum. Í tölvupóstinum er jafnframt óskað eftir upplýsingum um hversu margar ábendingar hafi borist nefndinni frá því hún tók til starfa auk fjölda mála sem lokið hefur verið að hálfu nefndarinnar. Fjölmiðlanefnd hefur hefur sent umbeðnar upplýsingarnar til DV.

Svar fjölmiðlanefndar til DV um starfsemi fjölmiðlanefndar má nálgast hér.