Karl Axelsson settur formaður fjölmiðlanefndar

Karl Axelsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við lagadeild Háskóla Íslands hefur verið settur formaður fjölmiðlanefndar til 1. júlí 2013. Eiríki Jónssyni, sem gegnt hefur formennsku í fjölmiðlanefnd hefur verið veitt leyfi til 1. júlí 2013 vegna setningar sinnar sem dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. Karl Axelsson er lögmaður á lögmannstofunni Lex og dósent við lagadeild Háskóla Íslands þar sem hann kennir m.a. eignarétt og auðlindarétt. Karl var formaður hinnar þverpólitísku fjölmiðlanefndar sem skilaði niðurstöðum sínum í apríl 2005 og leiddi vinnu við gerð frumvarps til núgildandi fjölmiðlalaga nr. 38/2011.