Hlutverk og skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga

Fjölmiðlanefnd hefur sent bréf til fjölmiðla í tilefni komandi alþingskosninga, en nefndin ákvað á fundi sínum þann 13. mars 2013 að hvetja fjölmiðla sérstaklega til að gæta að lýðræðislegum grundvallarreglum í aðdraganda kosninga.

Í bréfi fjölmiðlanefndar kemur m.a. fram að fjölmiðlar gegna lykilhlutverki við að veita almenningi hlutlægar fréttir og upplýsingar vegna hinnar lýðræðislegu ákvarðanatöku. Fjölmiðlar hafa samkvæmt lögum um fjölmiðla nr. 38/2011 sérstakar skyldur er varða lýðræðislegar grunvallarreglur en samkvæmt 26. gr. laga um fjömiðla skulu fjölmiðlar m.a. gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í umfjöllun um fréttir og fréttatengt efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karl sem kvenna.

Í bréfinu hvetur fjölmiðlanefnd fjölmiðla til þess að hafa 26. gr. laga um fjölmiðla og þær hugmyndir sem að baki ákvæðinu búa í huga á næstu vikum og gæta þess að sjónarmið allra framboða fái að koma fram.

Efni bréfsins er að finna hér.