Að gefnu tilefni er á það bent að fjölmiðlanefnd barst í ágúst umsagnarbeiðni vinnuhóps sem hefur það hlutverk að fara yfir starfsemi eftirlitsstofnana hér á landi. Vinnuhópurinn var skipaður af forsætisráðherra og er honum nánar tiltekið ætlað að fara yfir lög, reglur og stjórnsýslu mikilvægra eftirlitsstofnana og meta hvernig viðmið um vandað regluverk og stjórnsýslu eru uppfyllt.
Vegna anna óskaði fjölmiðlanefnd, líkt og fleiri eftirlitsstofnanir, eftir fresti til að skila umsögninni og var henni skilað til forsætisráðuneytisins þann 19. september sl., bæði í bréfformi og í tölvupósti. Fyrir mistök var rangt skjal birt á heimasíðu forsætisráðuneytisins og hafa þau mistök nú verið leiðrétt.
Hér má nálgast umsögn fjölmiðlanefndar: