Penninn eða sverðið – samantekt frá hádegisfundi fjölmiðlanefndar og Siðfræðistofnunar HÍ

Fjallað var um stöðu tjáningarfrelsisins, í kjölfar voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofu Charlie Hebdo, á hádegisfundi fjölmiðlanefndar og Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands 20. janúar sl. Fundarstjóri var Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar og nefndarmaður í fjölmiðlanefnd. Yfirskrift fundarins var „Penninn og sverðið – er tjáningarfrelsið í hættu?“

Frummælendur voru Þórir Jónsson Hraundal sagnfræðingur, Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki. Hér eru helstu punktar úr erindum og umræðum fundarins en hljóðupptöku af fundinum er hægt að nálgast á vef Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands hér. Þá er myndbandsupptöku frá fundinum að finna á vefsíðunni netsamfelag.is

Einnig má af sama tilefni benda á umfjöllun Fréttablaðsins frá 20. janúar, viðtal við Elfu Ýr Gylfadóttur og Þóri Jónsson Hraundal í Síðdegisútvarpi Rásar 2 þann 19. janúar og viðtal við Þóri Jónsson Hraundal í Speglinum á RÚV 20. janúar. Erindi Elfu Ýrar var auk þess birt í heild sinni á Kjarnanum þann 20. janúar.