Vefmiðillinn Íslendingavaktin skráður hjá fjölmiðlanefnd

Fjölmiðillinn Íslendingavaktin hefur tilkynnt starfsemi sína til fjölmiðlanefndar.

Íslendingavaktin er í 100% eigu Hjálmars Arons Níelssonar.  Nánari upplýsingar um Íslendingavaktina er að finna hér.  Í lýsingu á ritstjórnarstefnu segir:

Íslendingavaktin er netfréttamiðill sem fylgist náið með íslenskum atvinnumönnum í knattspyrnu, sem eru á mála hjá erlendum knattspyrnufélögum. Áhersla verður lögð á að flytja fréttir í máli og myndum af íþróttafólki af báðum kynjum og á öllum aldri.